Notendabúnaður

Opin Kerfi hefur í yfir 30 ár boðið upp á notendalausnir frá mörgum af stærstu upplýsingafyrirtækjum heims, þó búnaður og þjónusta frá HP hafa ávallt verið okkar aðal áhersla. Notendalausnir frá fyrirtækjum eins og Cisco, Microsoft, Samsung og Fujitsu hafa einnig átt stóran hlut í lausnaframboði okkar.

Opin Kerfi bjóða breiða línu af hágæða tölvubúnaði, öflugum vinnustöðvum og fartölvum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við höfum lagt metnað í að bjóða allt það nýjasta frá HP hvort um sé að ræða fartölvur eða borðtölvur.

HP er einn stærsti tölvuframleiðandi í heimi í dag. Tölvurnar frá HP eru meðal þeirra mest seldu í öllum heiminum, enda er vörumerkið þekkt fyrir gæði og áreiðanleika, svo ekki sé minnst á frábæra þjónustuferla. HP fylgir viðurkenndum umhverfis stöðlum allt frá hönnun tölvubúnaðar til endurvinnslu að líftíma vörunnar loknum.

Skoða í vefverslun