Við notumst við nýjustu tækni til að afrita vélar og gögn og getum endurheimt stórar sýndarvélar á fáum sekúndum. Við vinnum með þér afritunaráætlun í samræmi við þínar kröfur. Við bjóðum líka afritun af skýjaþjónustum, O365 o.fl.
Hjá OK starfa reynslumiklir sérfræðingar sem veita ráðgjöf um afritunarlausnir.
Við aðstoðum þig við að velja, innleiða og reka réttu lausnina sem uppfyllir þarfir fyrirtækisins hverju sinni.
Sem dæmi má nefna HPE Data Protector fyrir blönduð umhverfi og Veeam fyrir sýndarumhverfi. Veeam er einn viðurkenndasti afritunaraðili í heimi og hefur fest sig í sessi sem leiðandi í afritun og gagnavörslu. Veeam lausnir eru einfaldar, sveigjanlegar, áreiðanlegar og öflugar.
Ef gögn glatast er endurheimt gagna frá afritum einföld
Ef gögn glatast er endurheimt gagna frá afritum einföld
Við dulkóðum öll gögn fyrir flutning í gagnaverið
Sjálfvirk afritunarþjónusta sparar tíma. Engin hætta er á að afritun gleymist.
Flest gögn notenda eru komin í skýjaþjónustur eins og O365 eða Google. Það má ekki gleyma að afrita þann hluta.
Gíslataka á gögnum er eitt algengasta vandamál síðustu mánaða og ára. Það eina sem hægt er að reiða sig á er góð afritun. Nýjasta afritunartækni er með innbyggða „Ransomware“ vörn. Til að tryggja sem minnstan niðritíma er best að hafa gott BCDR plan.
BCDR stendur fyrir „Business Continuity and Disaster Recovery“. Fyrirtæki reiða sig mjög á afritun gagna, og þá skiptir miklu máli að vera með áætlunsem segir til um hvað á að gera í krísu.
Sérfræðingar okkar hjálpa þér að útbúa slíka áætlun. Út frá henni er svo hægt að finna nauðsynleg kerfi og tímalengd á endurheimt á þeim kerfum. Allt snýst þetta um að stytta niðritíma í krísu.
Hægt er að afrita allt kerfi fyrirtækisins og tryggja að niðritími sé ekki meiri en 15 mínútur á þeim kerfum sem eru skilgreind sem “mission critical”. Afrit úr þeim kerfum eru vistuð á minnst þremur stöðum til að tryggja öryggi.
Við getum afritað bæði vefþjóna og útstöðvar starfsmanna beint yfir í gagnaver og bjargað málunum ef illa fer.