Search
Close this search box.

Hugbúnaður

Við bjóðum upp á hugbúnaðarleyfi frá  Adobe ,  Microsoft,  RedHat  og fleirum. Ráðgjafar okkar hjálpa þér að finna réttu áskriftirnar og leiðir sem henta þér.

Samstarfsaðilar

Adobe

OK selur Adobe hugbúnað fyrir skjalaumsýslu, myndvinnslu, grafíska hönnun, vefhönnun og myndbandavinnslu. Leyfin eru seld stök eða í heildarsvítunni Adobe Creative Cloud sem innifelur flestöll Adobe leyfin

Red Hat

OK er eini Red Hat Premier þjónustuaðilinn á Íslandi og státar sig af áratuga reynslu á rekstri og þróun á opnum hugbúnaði með Red Hat vörum. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að ná árangri með opnum hugbúnaði.

Microsoft

OK er Gull-vottaður Microsoft Partner og sem slíkur bjóðum við öll helstu Office-forritin, stærri skýjageymslu, samskiptaplatform, ítarlegt öryggi og fleira – allt í einni þægilegri áskrift.Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig við að velja hvaða leyfi og leiðir hentar best þínu fyrirtæki. Ofan á almennar Office áskriftir bjóðum við Secure Score mælingar til að mæla öryggisstuðul fyrirtækis þíns vegna gagnaleka og stöðu vegna hugsanlegra tölvuárása.Við setjum upp Azure plan áskriftir og bjóðum við aðrar tengdar þjónustur eins og hýsingu, afritun gagna og eftirlit.

Stafræn umbreyting er
fjárfesting í betri þjónustu

Stafræna umbreytingin er kapphlaup sem sér ekki fyrir endann á. Það er mikilvægt að fjárfestingarnar séu á réttum stöðum og taki mið af framtíðinni. Fjárfesting í innviðum skilar sér fljótt í betri rekstri; betra aðgengi að gögnum, samræmdu aðgengi allra starfsmanna að upplýsingum um viðskiptamenn, beinum tengingum milli kerfa, bættum samskiptum við viðskiptavini og aukinni sjálfvirknivæðingu.