Search
Close this search box.

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun OK

Markmið með jafnréttisáætlun OK er að tryggja að félagið hafi mannauðs-og jafnréttisstefnu og unnið sé með hana að leiðarljósi. Þá er áætluninni einnig ætla að tryggja að unnið sé í takt við lagakröfur um jafna stöðu og jafnan rétt fólks óháð kyni.


1 LAUN OG KJÖR

Hjá Opnum Kerfum taka starfskjör mið af hlutverki, ábyrgð og frammistöðu í starfi.

1.1 JAFNLAUNAMARKMIÐ

Að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

1.1.1 Framkvæmd

• Mörkuð sé sérstök jafnlaunastefna hjá félaginu sem byggir á öðrum stefnum félagsins um jafnrétti.
• Unnð skal að launajafnrétti með virkjun jafnlaunakerfis sem uppfyllir viðmið jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
• Greina skal laun og önnur fríðindi starfsmanna með tilliti til hvort um kynbundin launamun sé að ræða.
• Komi fram í greiningum óútskýranlegur kynbundinn launamunur skal setja í gang áætlun til leiðréttingu á þeim mun.


2 JAFNLAUNAVOTTUN

OK skal hljóta jafnlaunavottun í samræmi við ákvæði laga.

2.1 MARKMIÐ JAFNLAUNAVOTTUNAR

Að fyrirtækið hljóti jafnlaunavottun út frá ÍST 85:2012 eigi síður en í árslok 2022 eða fyrr í samræmi við aukningu í fjölda starfsmanna.

2.1.1 Framkvæmd

  • • Gera skal samning við þriðja aðila um aðstoð við undirbúning og framkvæmd fyrir jafnlaunavottun. Val á þriðja aðila skal byggjast á reynslu viðkomandi í sambærilegum undirbúningi. 
  • • Útbúin verkáætlun fyrir undirbúning og framkvæmd jafnlaunavottunar. 
  • • Vinna við undirbúning jafnlaunavottunar. 
  • • Félagið farið í gegn um úttekt og ljúki jafnlaunavottun. 
  • • Niðurstöður jafnlaunaúttekta skulu kynntar starfsmönnum.
  •  

3 NÝRÁÐNINGAR, STARFSÞRÓUN OG ENDURMENNTUN

Öll störf hjá félaginu, hvort sem ráðið er í þau innanhúss eða utanaðkomandi, standi einstaklingum jafnt til boða óháð kyni. Einnig sé starfsþjálfun, endurmenntun, símenntun og starfsþróun aðgengileg óháð kyni. Þá er einnig unnið að því að jafna kynjahlutfall í starfsmannahópnum. 
 

3.1 MARKMIÐ UM KYNHLUTLEYSI Í RÁÐNINGUM OG STARFSÞRÓUN 

Að möguleikar kynjanna við nýráðningar sem og starfsþróun innan OK séu jafnir. Hvetja skal einstaklinga til að sækja um auglýst störf óháð kyni. 
 

3.1.1 Framkvæmd

• Í auglýsingum skulu störf ókyngreind og gæta skal þess að hafa kynhlutleysi í huga við gerð þeirra.
• Hvetja skal einstaklinga til að sækja um störf óháð kyni.
• Tryggja skal að jafnréttissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í ráðningum og ráðningarferli sé eins fyrir alla einstaklinga óháð kyni.
• Tryggja skal að jafnréttissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í starfsþróun og möguleikar kynjanna séu jafnir á ráðningum innan félagsins.
• Framkvæma kyngreinda samantekt yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar.

3.2 MARKMIÐ UM JÖFNUN Á KYNJAHLUTFALLI STARFSMANNA

Að jafna kynjahlutfall í starfsmannahópnum.

3.2.1 Framkvæmd

• Samantekt á kynjahlutföllum í öllum starfshópum, stjórnendateymum, deildum og svðum.
• Sæki tveir jafnhæfir einstaklingar um stöðu skal að jafnaði ráða þann einstakling sem er af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfi.

3.3 MARKMIÐ UM KYNHLUTLEYSI Í STARFSÞJÁLFUNAR OG SÍMENNTUNAR

Að kynin njóti sömu möguleika til starfsþjálfunar og til að sækja námskeið til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum.

3.3.1 Framkvæmd

• Greina sókn kynjanna í starfsþjálfun, námskeið og endur-/símenntun.
• Leita skýringa komi fram kynbundinn munur á sókn starfsfólks í starfsþjálfun, namskeið og endur-/símenntun.
• Setja í gang aðgerðaráætlun til að hvetja til sóknar starfsfólks í ofangreint óháð kyni, komi í ljós kynbundinn munur.


4 SAMRÆMING FJÖLSKYLDU- OG ATVINNULÍFS

Opin Kerfi leitast við að auðvelda starfsfólki að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Áhersla er lögð á sveigjanleika þannig að starfsfólk geti, óháð kyni, axlað ábyrgð á fjölskyldu og heimili.

4.1 MARKMIÐ UM FJÖLSKYLDUVÆNAN VINNUSTAÐ

Að OK séu fjölskylduvænn vinnustaður sem viðheldur kerfi sveigjanlegs og fyrirsjáanlegs vinnutíma. Þá sé starfsfólki gert kleift að nýta rétt sinn til fæðingar- og foreldraorlofs ásamt leyfi vegna veikinda barna óháð kyni.

4.1.1 Framkvæmd

• Starfsfólki kynnt stefna fyrirtækisins sem tekur á samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
• Starfsfólk sé upplýst um úrræði á borð við sveigjanlegan vinnutíma og möguleikum á hlutastörfum þar sem því er við komið.
• Starfsfólk sé upplýst um þau réttindi sem það hefur, sér í lagi foreldrar og verðandi foreldrar, í tengslum við foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna, ásamt því að starfsfólk sé upplýst um skyldur sem það hefur gagnvart vinnustaðnum í tengslum við áðurnefnt.
• Jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs mælt í vinustaðagreiningum. 


5 EINELTI, KYNBUNDIÐ OFBELDI, KYBNBUNDIN ÁREITNI OG KYNFERÐISLEG ÁREITNI

Tekin er skýr afstaða gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og kynbundnu ofbeldi. Lögð er áhersla á að enginn starfsmaður sæti kynbundinni eða kynferðislegri áreitni, einelti né ofbeldi af neinu tagi.

5.1 MARKMIÐ UM SKÝRA AFSTÖÐU GEGN EINELTI, KYNFERÐISLEGRI OG KYNBUNDINNI ÁREITNI OG OFBELDI

Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni sé ekki liðið á vinnustaðnum og starfsmenn og stjórnendur þekki forvarnar- og viðbragðsáætlun sem tekur á þeim þáttum.

5.1.1 Framkvæmd

• Starfsfólk frætt um eðli og birtingarmyndir eineltis, kynbundins ofbeldis, kynbundinnar áreitni og kynferðislegrar áreitni.
• Stefnu, forvarnar- og viðbragðsáætlun viðhaldið.
• Stefna, forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi aðgengileg og kynnt öllu starfsfólki.


6 ALMENNT UM JAFNRÉTTI

OK leggja áherslu á að allt starfsfólk njóti virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins. Þá sé einstaklingum ekki mismunað á grundvelli kyns, aldurs, þjóðernis, fötlunar, trúarbragða, kynhneigðar eða annarra þátta.

6.1 JAFNRÉTTISMARKMIÐ

Að efla vitund og þekkingu starfsfólks á jafnréttismálum og góðum samskiptaháttum.

6.1.1 Framkvæmd

• Málefni varðandi jafnrétti og þróun þess gerð sýnileg starfsmönnum.
• Aukin fræðsla um jafnréttismál og samskypti kynjanna, enda hljóti allir starfsmenn slíka fræðslu og sé hún innleidd í nýliðafræðslu nýrra starfsmanna.
• Stjórnendur séu þjálfaðir í hlutverki sínu með tilliti til jafnréttis og samskipta kynjanna.