Search
Close this search box.

Viðskiptaskilmálar

Viðskiptaskilmálar

 

1. Inngangur

Hér á eftir fara almennir viðskiptaskilmálar Opinna Kerfa hf (hér eftir nefnt OK).
OK áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum og munu breytingar verða tilkynntar með 30 daga fyrirvara á heimasíðu OK, www.opinkerfi.is. Allir samningar, sem gengið verður frá eftir þá dagsetningu, falla undir hina nýju skilmála.
Viðskiptaskilmálar þessir taka gildi 23.08.2017 [2.útg]. Skilgreiningar eru í lok skilmála.

2. Gildissvið

Undir viðskiptaskilmála þessa falla öll viðskipti, tilboð og samningar OK við viðskiptavini um kaup á vöru og þjónustu, hvort sem þau eru skrifleg eða ekki. Viðskiptaskilmálarnir eru ófrávíkjanlegir og gilda um öll þau atriði sem fram í þeim koma, nema sérstaklega sé um annað samið með skriflegum hætti.

Allar breytingar á samningsskjölum vera skriflegar og undirritaðar af báðum aðilum.
Um kaup einstaklinga utan atvinnurekstrar á hvers kyns vöru og/eða þjónustu gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000, ef ákvæði þeirra laga eru slíkum aðilum hagstæðari en þessir viðskiptaskilmálar kveða á um.
Um kaup lögaðila (fyrirtæki og einstaklingar í atvinnustarfsemi) gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000, þar sem ákvæðum þessara skilmála, samningi eða viðskiptavenju milli aðila sleppir.

3. Þjónustutími

Almennur þjónustutími er virka daga kl 8:30-17 nema um annað sé samið (t.d. með samningi um þjónustutíma 24/7).
Þjónustunúmerið okkar 570-1000 er þó opið frá klukkan 8-17.
Öllum beiðnum og tölvupóstum sem sendar eru á netföng innan OK er svarað á dagvinnutíma.
Fyrir vinnu utan auglýsts þjónustutíma gildir sérstakt yfirvinnugjald eða stórhátíðargjald eftir því sem við á.

Þó ekki hafi verið samið sérstaklega um 24/7 þjónustu við OK er hægt að óska eftir sérstakri neyðarþjónustu gegn tímagjaldi og sérstöku útkallsgjaldi samkvæmt gjaldskrá.

4. Tilboð og samningar

Samningur telst kominn á þegar samningur, samningsviðauki eða eftir atvikum tilboð hefur verið undirritað(ur) eða samþykkt(ur) skriflega af báðum aðilum. Samþykki í tölvupósti telst fullnægjandi.

4.1. Gildistími tilboðs

OK ákveður gildistíma tilboðs og telst ekki bundið af tilboði hafi það ekki verið samþykkt af viðskiptavini með formlegum hætti (þar á meðal með samþykki í tölvupósti) innan gildistíma þess. Ef engin dagsetning kemur fram í tilboðinu gildir það í 2 vikur frá því sölumaður sendir það frá sér.
Um tilboð í samninga gildir sá fyrirvari að þau geta breyst eftir úttekt sérfræðinga.

4.2. Gildistími samninga

Ef ekki er kveðið á um gildistíma samninga í samningi milli aðila, skal samningur gilda í 3 ár og vera óuppsegjanlegur fyrstu 12 mánuðina.

4.3. Uppsögn samninga

Uppsögn skal vera skrifleg og afhent með sannanlegum hætti. Uppsögn í tölvupósti telst gild ef pósturinn berst sannanlega til OK, t.d. með að staðfestingu á móttöku. Uppsagnarfrestur samnings eru 3 mánuðir nema um annað sé samið. Uppsögn tekur gildi um mánaðarmót eftir að hún berst og byrjar þá uppsagnarfrestur að líða. 

4.4. Netviðskipti

Rafrænn fjarsölusamningur er jafngildur skriflegum samningi en kaupandi hefur þó rétt til að falla frá kaupunum, án kostnaðar, í allt að fjórtán daga frá móttöku vörunnar að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

  • Vörunni er skilað á lager OK.
  • Varan er óskemmd og í upprunalegum umbúðum.
  • Innsigli á vöru má ekki vera rofið.
  • Að ekki sé um sérpöntun eða sérsniðna vöru að ræða.

Við vörusölu vegna netviðskipta ber viðskiptavinur ábyrgð á sendingarkostnaði. Við vöruskil er allur sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda og greiðist alfarið af honum. Þegar sendingarkostnaður er innifalinn í verði vöru á reikningi dregst sendingarkostnaður frá við endurgreiðslu skv. verðskrá Íslandspósts.

4.5. Misræmi í skilmálum

Sé misræmi í texta almennra viðskiptaskilmála og texta samnings eða samningsviðauka gildir texti samnings eða samningsviðauka.

5. Afhending

OK leitast við að afhenda búnað og þjónustu á umbeðnum eða umsömdum tímum. Við afhendingu búnaðar flyst áhætta á búnaði yfir til viðskiptavinar, en OK ber áhættu þangað til. Búnaður telst afhentur um leið og viðskiptavinur hefur veitt honum viðtöku og/eða kvittað fyrir móttöku.
Búnaður, sem OK selur, skal keyptur til eigin nota viðskiptavinar en ekki til endursölu, nema OK sé upplýst um annað og/eða viðskiptavinur sé með stöðuna endursöluaðili.
Við útflutning á búnaði ber að fara að gildandi reglum um vöruútflutning. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að greiða allan kostnað sem fellur til vegna sendingar, svo sem tollafgreiðslu, pökkunar, sendingarkostnaðar o.s.frv.

6. Endurgjald og greiðsluskilmálar

6.1. Gjaldtaka

Greiðsla fyrir vöru og/eða þjónustu skal fara eftir gildandi gjaldskrá fyrir hverja vöru/og eða þjónustu OK á hverjum tíma, nema um annað sé samið sérstaklega.

6.2. Staðgreiðsla

Vörur og/eða þjónustu skal staðgreiða nema um annað hafi verið samið sérstaklega.

6.3. Greiðslukortaviðskipti

Hafi verið samið um greiðslur með greiðslukorti þarf kaupandi að tilgreina greiðslukort sem nota á til að gjaldfæra fyrir mánaðarlegum gjöldum í samræmi við gjaldskrá hverju sinni. Ef ekki tekst að gjaldfæra á kreditkort útistandandi gjöld á eindaga öðlast seljandi rétt til að senda kaupanda greiðsluseðil fyrir útistandandi gjöldum. Við slík vanskil reiknast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags.

6.4. Reikningsviðskipti

OK getur hafnað hverjum sem er um reikningsviðskipti.
Þeir viðskiptavinir sem eru í reikningsviðskiptum fá sendan reikning fyrir seldum búnaði og/eða veittri þjónustu.
Reikningar frá OK skulu vera sundurliðaðir og eftir atvikum studdir fylgiskjölum til þess að unnt sé að sannreyna þá.
Viðskiptavinir bera fulla ábyrgð á því að greiðslur fyrir búnað og þjónustu berist OK á réttum tíma.
Gjalddagi reiknings fer eftir greiðsluskilmálum viðskiptavinar, ef ekki er um annað samið er gjalddagi tíu dögum eftir útgáfu reiknings og eindagi fimm dögum eftir gjalddaga.
Dráttarvextir reiknast á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá eindaga til greiðsludags. Hafi athugasemdir viðskiptavinar borist eftir eindaga og atvik réttlæta með ótvíræðum hætti, að athugasemdir bárust ekki í tæka tíð, mun OK taka afstöðu til þeirra athugasemda.
Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast OK án tafar og eigi síðar en á eindaga.
Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um.
OK sendir rafræna reikninga til fyrirtækja í reikningsviðskiptum nema óskað sér sérstaklega eftir öðru.

Seðilgjöld og umsýslukostnaður fer eftir verðskrá hverju sinni.
Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Eignarréttur seljanda helst þar til fullnaðargreiðsla hefur borist þrátt fyrir að um reikningsviðskipti eða annað lánaform sé að ræða.

6.5. Ferðakostnaður og útlagður kostnaður

Sérstakt akstursgjald er gjaldfært fyrir akstur innan höfuðborgarsvæðisins.Sé viðskiptavinur hins vegar staðsettur utan höfuðborgarsvæðisins, skal hann greiða OK kílómetragjald og uppihald samkvæmt gjaldskrá OK, nema um annað sé samið. Viðskiptavinur skal að auki greiða allan útlagðan kostnað sem OK hefur stofnað til í þágu viðskiptavinar.

6.6. Útköll og aukaverk

Lágmarksgjald vegna útkalls á dagvinnutíma er 2 klst. og 4 klst. fyrir útköll utan dagavinnutíma samkvæmt verðskrá nema um annað sé sérstaklega samið. Dagvinnutími er skilgreindur sem 8:30-17 virka daga.Ef ekki hefur verið samið sérstaklega um 24/7 þjónustu við OK, þá er hægt að óska eftir sérstakri neyðarþjónustu samkvæmt verðskrá og sérstöku útkallsgjaldi.Aukaverk er öll þjónusta sem er unnin eru í þágu viðskiptavinar en fellur ekki innan samnings. Þau eru reikningsfærð sérstaklega samkvæmt tímagjaldi en leitast verður við að afla samþykkis viðskiptavinar áður en vinna er innt af hendi. Ef nauðsynlegt er skal OK vera heimilt að grípa til aðgerða til varnar tjóni fyrir viðskiptavin án samþykkis hans og skal farið með slíkar aðgerðir sem aukaverk.

6.7. Hvíldartími

Ákveðnar reglur gilda til að tryggja 8 klst samfelldan hvíldartíma. Þegar starfsmenn OK eru kallaðir út til vinnu / eru að vinna á tímabilinu 23-07 þá gildir eftirfarandi:a) Yfirvinna er skráð skv unnum tímum, en þó aldrei skemur en lágmarksútkall sem er 4 klst.
b) Ef starfsmaður nær ekki 8 klst samfelldri hvíld þá skráir hann hvíldartíma á viðskiptavin það sem upp á vantar (dagvinna næsta dag). Engu skiptir hvort um fyrirfram ákveðna vinnu eða útkall er að ræða.

6.8. Bakvaktir

Ef starfsmenn OK eru á bakvakt fyrir viðskiptavin þá greiðist sá tími samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni nema um annað sé samið sérstaklega.

6.9. Breytingar á gjaldskrá og umsömdum gjöldum

OK áskilur sér einhliða rétt til að endurskoða þjónustugjöld, uppfærslugjöld og leyfisgjöld eftir þörfum hverju sinni, nema um annað sé samið á milli aðila. Slíkar breytingar geta haft áhrif á mánaðarleg gjöld samnings.Almenn gjaldskrá vegna vinnu sérfræðinga er endurskoðuð um hver áramót. Leitast er við að birta samningsbundnum viðskiptavinum nýja verðskrá á https://www.okbeint.is 30 dögum áður en hún á að taka gildi, en OK er þó ekki bundið af því.Hafi samningsaðilar samið um fast verð á samningstíma þá skal það haldast óbreytt.

7. Sala á þjónustu

7.1. Ósk um þjónustu

OK getur einungis tryggt viðbragð ef ósk um þjónustu berst inn á eina af þessum 3 leiðum.

Þjónustubeiðnir

Þjónustubeiðnir skal senda á [email protected] þar sem fram kemur:

  • hvert verkefnið er
  • tengiliðaupplýsingar (nafn, símanúmer)
  • fyrirtæki
  • samningsnúmer (ef búnaður er á samningi)
  • raðnúmer á biluðum búnaði ef það á viðAthugið að beiðnir sem eru sendar á þetta netfang eru afgreiddar á skrifstofutíma.

Símtal

Viðskiptavinur getir hringt inn í síma 570-1000 á dagvinnutíma. Þar er erindið skráð og gerð verkbeiðni. Utan dagvinnutíma er hægt að kalla út bakvakt í þessu númeri með einföldum hætti. Upplýsingar um beinan bakvaktarsíma er hægt að nálgast á heimasíðu okkar, https://www.opinkerfi.is/.

Athugið að ef OK þarf að bregðast mjög fljótt við þá er þetta sú leið sem viðskiptavinur þarf að velja.

Þjónustugátt

OK býður viðskiptavinum sínum upp á þjónustugátt, www.okbeint.is, þar sem m.a. er hægt að gera verkbeiðnir.
Athugið að beiðnir sem eru búnar til í þjónustugátt eru afgreiddar á skrifstofutíma.

Þjónustusamningar

OK býður upp á nokkrar tegundir þjónustusamninga.Ákvæði þessara samninga innihalda markmið um ákveðið þjónustustig en ekki loforð, nema slíkt sé sérstaklega tekið fram í samningnum.Viðbragð í samningum er skilgreint sem sá tími þar sem beiðni er sannarlega lögð fram og þar til OK hefur hafið úrlausn.Hvor samningsaðili um sig ber ábyrgð á störfum starfsmanna sinna, er koma að framkvæmd þjónustusamninga og þjónustustigssamninga. OK getur að eigin vali ráðstafað starfsmönnum sínum til að veita þjónustu samkvæmt samningnum eða fengið til þess undirverktaka eða starfsmenn þriðja aðila.

Samningar um leigu á búnaði

OK býður upp á nokkrar tegundir af búnaðarleigusamningum, m.a. (en ekki einskorðað við) prentleigusamninga og tækjaleigu.

Eftirfarandi skilmálar eiga við allan búnað sem viðskiptavinur leigir hjá OK.

  • Ábyrgð viðskiptavinar á hinum leigða búnaði hefst við móttöku hans og lýkur þegar búnaði hefur sannanlega verið skilað í hús til OK eða komið í ábyrgð OK á annan hátt.
  • Viðskiptavinur má ekki selja, leigja, veðsetja eða með nokkrum öðrum hætti afsala sér umráðum hins leigða búnaðar.
  • Viðskiptavinur ábyrgist sérstaklega að hann muni ekki nýta búnað frá OK til lögbrota af nokkru tagi, þ.m.t. brot á löggjöf um höfunda- og hugverkarétt.
  • Viðskiptavinur ábyrgist jafnframt greiðslur hvers konar leyfisgjalda og höfundarréttargjalda sem af notkun búnaðarins kann að leiða.
  • Viðskiptavini er óheimilt að nota hinn leigða búnað á öðrum stöðum en þeim sem OK hefur samþykkt (á við um heimilisfang). Hann ber ábyrgð á að staðsetja búnað þannig að hann verði ekki fyrir hnjaski, óæskilegu hitastigi, óhreinindum og þess háttar.
  • Viðskiptavinur ber ábyrgð á réttri notkun samkvæmt leiðbeiningum og öðru er tengist notkun búnaðar.
  • Viðskiptavinur ábyrgist að notaður sé réttur rafstraumur, rafspenna og jarðtenging í tengslum við búnað OK.
  • Hann tekur fulla ábyrgð á því að skila búnaði í jafngóðu ástandi og hann tók við þeim í að teknu tilliti til eðlilegs slits vegna notkunar.
  • Viðskiptavinur ábyrgist að gengið sé vel um hinn leigða búnað og skal greiða allan þann kostnað sem OK kann að verða fyrir vegna bilana sem leiða af slæmri umgengni við leigðan búnað, þ.m.t. fullt leigugjald á meðan á frágangi eða viðgerðum stendur.
  • Ef gerður er samningur um rekstur á búnaðinum þá fellur kostnaður vegna vinnu og varahluta við framkvæmd eðlilegs viðhalds í öllum tilvikum á OK. Annar viðgerðarkostnaður, sem er t.d. tilkominn vegna brota á skilmálum þessum, fellur í öllum tilvikum á viðskiptavin.
  • Ef leigður búnaður týnist eða skemmist að því marki að ekki svari kostnaði að mati OK að gera við hann, ábyrgist viðskiptavinur að greiða OK fullt matsverð hlutarins. Þar til nýr búnaður hefur verið útvegaður í stað þess týnda eða eyðilagða skal leigutaki borga fulla leigu, auk alls afleidds tjóns sem OK kann að verða fyrir, vegna eyðileggingar/hvarfs hins leigða búnaðar.
  • Viðskiptavinur skal tryggja hinn leigða búnað til samræmis við ofangreinda ábyrgð nema annað sé tekið fram.
  • OK er heimilt að fella niður leigusamning einhliða og án nokkurs fyrirvara eða bótaskyldu og taka í sína vörslu hinn leigða búnað hvenær sem er á leigutímanum ef leigutaki brýtur gegn ákvæðum þessara skilmála eða leigusamnings. Að auki heldur OK rétti sínum til þess að gjaldfella ógreiddar skuldir viðskiptavinar samkvæmt skilmálum þessum eðaleigusamningi og nota hverskonar tryggingar sem viðskiptavinur hefur lagt fram.

8. Hýsingarþjónusta

Samningur um hýsingu er gerður á milli OK og viðskiptamanns um hýsingu á vélbúnaði, rafrænum gögnum og eftir atvikum rekstur á upplýsingatæknikerfum. Öll þjónusta sem tengist hýsingu í gagnaverum OK skal álitin veitt hér á landi, nema um annað sé samið sérstaklega.

Vöktunarþjónusta felur í sér vöktun á tölvukerfum allan sólarhringinn, alla daga ársins. Tölvukerfin eru þannig uppsett að utan hefðbundins dagvinnutíma eru kerfin að vinna, t.a.m. afritun, þjónustur við vef, fjárhagskerfi og innlestur gagna í ýmis vöruhús gagna, gögn sem verða til við daglega vinnslu. Uppfærslur kerfa eru framkvæmdar utan dagtíma og ekki er víst að allar þjónustur séu tiltækar þegar starfsemi vaknar daginn eftir. Fyrir þá sem reiða sig á órofna starfsemi og öruggan rekstur þarf að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins.Notendur þurfa í einstaka tilfellum hjálp utan dagtíma.